Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. janúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Leicester hætti við að fá Eriksen
Mynd: Getty Images
Leicester ræddi við Inter um að fá Christian Eriksen á láni fyrr í þessum mánuði.

Leicester hætti hins vegar þar sem laun Eriksen eru of há.

Talið er að Eriksen sé að fá 300 þúsund pund í laun á viku hjá Inter en hann fór frá Tottenham til ítalska félagsins fyrir ári síðan.

Eriksen er næstum því þrisvar sinnum launahærri en launahæstu leikmenn Leicester og því hætti félagið við.

Hinn 28 ára gamli Eriksen hefur ekki náð að slá í gegn hjá Inter en hann hefur verið orðaður við önnur félög að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner