Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. janúar 2022 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter rétt marði Arnór og félaga
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar er nýliðar Venezia töpuðu naumlega gegn Ítalíumeisturum Inter í dag.

Thomas Henry kom Feneyingum yfir snemma leiks eftir stoðsendingu frá Ethan Ampadu en Nicoló Barella náði að jafna fyrir leikhlé.

Inter var með öll völd á vellinum en tókst ekki að koma knettinum í netið fyrr en á lokamínútunum. Edin Dzeko skoraði þá eftir sendingu frá hægri bakverðinum Denzel Dumfries.

Arnóri tókst ekki að setja mark sitt á leikinn en hann hefur aðeins verið að fá tækifæri af bekknum það sem af er deildartímabils.

Þetta eru dýrmæt stig fyrir Inter sem er með fimm stiga forystu á nágranna sína í AC Milan, með 53 stig eftir 22 umferðir. Feneyingar eru aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Inter 2 - 1 Venezia
0-1 Thomas Henry ('19)
1-1 Nicoló Barella ('40)
2-1 Edin Dzeko ('90)

Fyrr í dag gerðu Genoa og Udinese markalaust jafntefli í afar bragðdaufum leik.

Heimamenn í Genoa voru betri en eina marktæka sem gerðist í leiknum var þegar Andrea Cambiaso fékk tvö gul spjöld með nokkurra sekúndna millibili í síðari hálfleik.

Genoa er í fallbaráttu, fimm stigum frá öruggu sæti eftir jafnteflið. Udinese er ellefu stigum ofar.

Genoa 0 - 0 Udinese
Rautt spjald: Andrea Cambiaso, Genoa ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner