Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Elías skoraði tvö og fiskaði víti í tíu marka leik
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson fór á kostum þegar Excelsior vann 6-4 sigur á Den Bosch í ótrúlegum leik í hollensku B-deildinni í gær.

Elías Már skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu. Rai Vloet, liðsfélag Elíasar, bætti marki við fyrir leikhlé. Gestirnir úr Den Bosch komu hins vegar til baka eftir leikhlé og sneru leiknum við. Staðan var orðin 2-3 á 61. mínútu þökk sé tvennu frá Pedro Marques.

Fljótt skipast veður í lofti og fengu heimamenn í Excelsior vítaspyrnu skömmu síðar, eftir að brotið hafði verið á Elíasi Má. Leikmaður gestanna var rekinn af velli með sitt annað gula spjald og staðan orðin jöfn á ný.

Gestirnir voru þó hvergi hættir. Marques fullkomnaði þrennuna með því að skora næsta mark leiksins og kom sínum mönnum aftur yfir. Staðan orðin 3-4 á 71. mínútu. Í kjölfarið skiptu heimamenn um gír og skoruðu tvö mörk á næstu níu mínútum. Elías Már skoraði fimmta mark Excelsior og var hann maður leiksins. Leikurinn endaði 6-4!

Liðin eru bæði í umspilsbaráttunni og er Excelsior komið í fína stöðu í sjöunda sæti. Elías Már er búinn að skora tíu mörk í 26 leikjum í hollensku B-deildinni á tímabilinu.

Hann átti einnig hraðasta sprettinn í leiknum í gær, mældist á 35 kílómetra hraða á klukkustund.

Smelltu hérna til að sjá það helsta úr leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner