Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim og De Zerbi ofarlega á blaði hjá Liverpool
Mynd: Sporting
Jürgen Klopp hættir við stjórnvölinn hjá Liverpool eftir tímabilið og er félagið í leit af verðugum arftaka fyrir þýska snillinginn sem hefur gert frábæra hluti frá komu sinni fyrir rúmlega átta árum síðan.

Spænski þjálfarinn Xabi Alonso er efstur á óskalista Liverpool en það gæti verið erfitt að krækja í hann, þar sem mörg af helstu stórliðum Evrópu hafa áhuga á honum.

Af þeim ástæðum er stjórn félagsins að skoða aðra möguleika og þar eru Rúben Amorim og Roberto De Zerbi taldir vera ofarlega á lista.

Amorim er 39 ára Portúgali sem hefur gert frábæra hluti með Braga og Sporting CP í portúgalska boltanum. Hann var portúgalskur landsliðsmaður á ferli sínum sem leikmaður.

De Zerbi er 44 ára gamall Ítali sem hefur gert góða hluti við stjórnvölinn hjá Brighton & Hove Albion frá því að hann tók við fyrir einu og hálfu ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner