sun 22. mars 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Öryggisverðir Liverpool bjóða fram aðstoð sína
Öryggisverðirnir standa vanalega vaktina á leikdögum á Anfield.
Öryggisverðirnir standa vanalega vaktina á leikdögum á Anfield.
Mynd: Getty Images
Öryggisverðir (e. stewards) hjá Liverpool hafa boðið fram aðstoð sína í stórmörkuðum á Merseyside-svæðinu.

Síðustu daga hafa birst myndir á veraldarvefnum þar sem sést bersýnilega hve mikil óreiðan er í stórmörkuðum í Bretlandi vegna kórónuveirunnar. Langar biðraðir hafa myndast og hafa margir verslanir sett reglur svo að fólk sé ekki að kaupa gríðarlega mikið magn af vörum í einu.

Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði frá því á Twitter að öryggisverðir á vegum Liverpool væru tilbúnir að aðstoða í stórmörkuðum við að hafa hemil á stöðunni.

Einnig kemur fram í færslu Moore að öryggisverðirnir séu til í að hjálpa öldruðum við innkaup sín.

„Þeir eru þeir bestu í bransanum og væru hæstánægðir með að hjálpa á hvaða hátt sem þið viljið. Sendið mér einkaskilaboð og ég skal koma ykkur í samband við þá," skrifar Moore.

Mörg fótboltafélög sem og einstaklingar innan fótboltans hafa rétt fram hjálparhönd á mismunandi hátt í þeirri krísu sem núna ríkir vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá einnig:
Alderweireld gefur spjaldtölvur
Celtic gefur 150 þúsund pund til þeirra sem þurfa á því að halda
Manchester-félögin koma saman og gefa 100 þúsund pund
Mane leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni

Athugasemdir
banner
banner
banner