banner
   mið 22. mars 2023 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian Nökkvi bjargaði stigi gegn níu leikmönnum Tyrklands
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Ísland í dag.
Byrjunarlið Ísland í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U19 landslið karla hóf milliriðil sinn í undankeppni EM 2023 á ansi athyglisverðum leik gegn Tyrklandi.

Tyrkir tóku forystuna þegar 19 mínútur voru liðnar en stuttu eftir það dró til tíðinda þegar markvörður Tyrkja var sendur í sturtu. Hann fékk beint rautt spjald.

Um fimm mínútum eftir rauða spjaldið fékk Ísland vítaspyrnu sem Orri Steinn Óskarsson, leikmaður SönderjyskE, skoraði úr.

Staðan var jöfn í hálfleik, en Tyrkjum tókst að taka forystuna aftur í byrjun seinni hálfleiks þrátt fyrir að þær væru manni færri. Þeir héldu forskotinu og voru á góðri leið með að sigla sigrinum heim áður en þeir fengu sitt annað rauða spjald þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það er erfitt að spila níu gegn ellefu og skoraði Kristian Nökkvi Hlynsson jöfnunarmarkið í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-2 og er alveg hægt að segja að það séu svekkjandi úrslit fyrir íslenska liðið eftir að hafa ekki náð að nýta liðsmuninn eins vel og þeir hefðu örugglega viljað.

England og Ungverjaland eru einnig í riðlinum, en Ísland mætir næst Englandi á laugardag.

U17 gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik
U17 landsliðið hóf einnig leik í milliriðli í undankeppni EM í dag og hófu þeir leik gegn Svartfjallalandi.

Jafnræði var með liðunum í leiknum en hann endaði með markalausu jafntefli. Riðillinn fer fram í Wales, en í honum eru einnig Wales og Skotland.

Ísland mætir næst Wales á laugardag og hefst sá leikur klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner