banner
   fim 22. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona fær enga vorkunn hjá netverjum
Mynd: Getty Images
Það eru tvö félög sem hafa ekki enn gefið hina margumtöluðu Ofurdeild upp á bátinn.

Tíu af 12 félögum sem ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni hafa sig við að það verði ekki hægt að framkvæma þessa keppni. Barcelona og Real Madrid hafa ekki dregið sig í burtu frá keppninni enn.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur verið einn helsti talsmaður deildarinnar og Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði í dag að Ofurdeildin væri nauðsynleg.

„Ofurdeildin er nauðsynleg. Við viljum halda deildarkeppnum áfram í öllum löndum og erum opnir fyrir viðræðum við UEFA. Við viljum búa til frábæra keppni með mikið skemmtanagildi," sagði Laporta fyrir skömmu," sagði Laporta.

Ofurdeildin var strax mjög óvinsæl hjá fótboltastuðningsmönnum. Ákveðin lið hefðu átt fast sæti í keppninni á hverju einasta ári þrátt fyrir að hafa ekki unnið sér það inn á fótboltavellinum. Þessi keppni hefði líka skilað gríðarlega háum fjárhæðum til þeirra félaga sem myndu taka þátt, og það hefði aukið bilið enn frekar í önnur félög. Stuðningsfólk félaga í Evrópu mótmælti gríðarlega og það endaði með því að níu af tólf félögunum hættu við að taka þátt.

Spænsku stórveldin gefast ekki upp. Þau eru bæði stórskuldug og hafa væntanlega séð þessa keppni til að hjálpa sér við að rétta þá stöðu aðeins.

Sam Wallace hjá Telegraph skrifaði athyglisverðan pistil fyrr í vikunni þar sem hann talaði um það að heilarnir á bak við Ofurdeildina gætu ekki einu sinni rekið sín eigin félög.

Það var mikið gert grín að Barcelona á samfélagsmiðlum í dag eftir yfirlýsingu frá félaginu. Börsungar ætla sér að halda áfram að styðja við bakið á verkefninu.

Barcelona hefur á síðustu árum tekið heimskulegar ákvarðanir varðandi félagaskipti og samninga við leikmenn. Philippe Coutinho var keyptur fyrir allt að 142 milljónir punda, Ousmane Dembele fyrir allt að 145 milljónir evra og Antoine Griezmann fyrir 120 milljónir evra. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki gert mikið fyrir félagið, alls ekki.

Hér að neðan má sjá brot af því sem var sagt á Twitter eftir fréttir dagsins.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner