Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Meistarar meistaranna heimsækja Stjörnuna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Besta deild kvenna hófst í gær þar sem Íslandsmeistara Vals sigruðu Þór/KA á Hlíðarenda.


Umferðinni lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Nýliðarnir og meistarar meistaranna í Víking heimsækja Stjörnuna á Samsungvöllinn. Búast má við hörku leik en Fótbolti.net spáir Stjörnunni 5. sæti á meðan Víkingum er spáð 7. sæti.

Breiðablik fær Keflavík í heimsókn en Blikar munu að öllum líkindum berjast um titilinn í ár á meðan Fótbolti.net spáir Keflavík falli. Tindastóll fær FH í heimsókn á Krókinn.

Umferðinni lýkur á leik Fylkis og Þróttar í Árbænum.

Þá fara þrír leikir fram í Mjólkurbikar kvenna.

mánudagur 22. apríl

Besta-deild kvenna
17:00 Tindastóll-FH (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
18:00 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-Þróttur R. (Würth völlurinn)

Mjólkurbikar kvenna
18:00 KR-Álftanes (KR-völlur)
19:15 ÍA-Selfoss (Akraneshöllin)
19:15 Afturelding-KH (Malbikstöðin að Varmá)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner