Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 22. apríl 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Mynd: Raggi Óla
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er lið sem við þekkjum vel. Nágrannar okkar þannig séð. Við höfum spilað marga leiki við þá undanfarin ár og þetta eru yfirleitt hörkuleikir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Fótbolta.net í dag.

Afturelding mætir ÍA í Mjólkurbikarnum eftir að hafa unnið þægilegan sigur á Hetti/Hugin í 32-liða úrslitunum um páskana.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur á móti Hetti/Hugin. Frammistaðan var frábær, við héldum hreinu og vorum sóknarlega góðir. Vonandi gefur þetta góð fyrirheit fyrir næsta leik."

Skoða alla leiki
Sumarið er komið á fleygiferð. Afturelding mætir Víkingi í næsta deildarleik sínum á sumardeginum fyrsta. Mosfellingar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan Víkingur hefur unnið báða sína leiki.

„Við spiluðum fyrsta heimaleikinn á móti ÍBV í mesta kulda sem hefur verið í Mosfellsbæ held ég, en núna er sumardagurinn fyrsti og við fáum miklu betra veður og vonandi meira af fólki og meiri stemningu. Við þurfum að vera hugrakkir og mæta grimmir," segir Maggi.

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur."

Vonast til að bæta við einum leikmanni
Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," sagði Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

Er eitthvað sem er nálægt því að gerast?

„Við höfum verið í viðræðum við leikmenn. Eitthvað hefur dottið upp fyrir af ýmsum ástæðum. Við erum að skoða markaðinn og það eru einhver nöfn á borðinu. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist. Ég reikna með að við bætum við einum manni áður en glugginn lokar," sagði Maggi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir