Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 22. apríl 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Mynd: Raggi Óla
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er lið sem við þekkjum vel. Nágrannar okkar þannig séð. Við höfum spilað marga leiki við þá undanfarin ár og þetta eru yfirleitt hörkuleikir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Fótbolta.net í dag.

Afturelding mætir ÍA í Mjólkurbikarnum eftir að hafa unnið þægilegan sigur á Hetti/Hugin í 32-liða úrslitunum um páskana.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur á móti Hetti/Hugin. Frammistaðan var frábær, við héldum hreinu og vorum sóknarlega góðir. Vonandi gefur þetta góð fyrirheit fyrir næsta leik."

Skoða alla leiki
Sumarið er komið á fleygiferð. Afturelding mætir Víkingi í næsta deildarleik sínum á sumardeginum fyrsta. Mosfellingar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan Víkingur hefur unnið báða sína leiki.

„Við spiluðum fyrsta heimaleikinn á móti ÍBV í mesta kulda sem hefur verið í Mosfellsbæ held ég, en núna er sumardagurinn fyrsti og við fáum miklu betra veður og vonandi meira af fólki og meiri stemningu. Við þurfum að vera hugrakkir og mæta grimmir," segir Maggi.

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur."

Vonast til að bæta við einum leikmanni
Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," sagði Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

Er eitthvað sem er nálægt því að gerast?

„Við höfum verið í viðræðum við leikmenn. Eitthvað hefur dottið upp fyrir af ýmsum ástæðum. Við erum að skoða markaðinn og það eru einhver nöfn á borðinu. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist. Ég reikna með að við bætum við einum manni áður en glugginn lokar," sagði Maggi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner