Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 22. maí 2019 22:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Aron Einar búinn í læknisskoðun hjá Al-Arabi
Aron Einar er mættur til Katar.
Aron Einar er mættur til Katar.
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita þá er íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á leið til Katar þar sem hann mun spila undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Aron Einar er nú mættur til Katar og er búinn í læknisskoðun hjá Al-Arabi eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Aron sem er 30 ára kvaddi Cardiff í Wales eftir tímabilið en þar hafði hann leikið í átta ár.

Það er sumarfrí í deildarkeppninni í Katar núna en keppni hefst að nýju í deildinni í ágúst.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner