Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hegerberg valin fótboltakona ársins
Ade Hegerberg.
Ade Hegerberg.
Mynd: Getty Images
Hin norska Ada Hegerberg heldur áfram að raða inn verðlaunum en BBC hefur valið hana fótboltakonu ársins.

Hegerberg er 23 ára en verðlaunin koma fjórum dögum eftir að hún skoraði þrennu fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Lið hennar vann keppnina.

„Þetta er rússíbani tilfinninga. Þetta er ótrúlegt," sagði Hegerberg þegar BBC veitti henni verðlaunin.

Hegerberg er handhafi Ballon d'Or gullknattarins.

HM kvenna hefst 7. júní en Hegerberg gaf ekki kost á sér í norska landsliðið. Hegerberg hefur ekki spilað fyrir norska landsliðið síðan 2017. Hún vill að leikmenn kvennalandsliðsins fái meiri virðingu.

Það mun ekki hjálpa Noregi að vera án hennar í sumar. Hún á að baki 66 landsleiki, en í þeim hefur hún skorað 38 mörk.

Hún hefur leikið með Lyon frá 2014. Hún hefur leikið 165 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 193 mörk í þessum leik. Það er magnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner