Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð enn fjarri góðu gamni - Samúel Kári hefur verið að æfa
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er enn meiddur og spilar ekki með Augsburg þegar liðið heimsækir Schalke 04 á sunnudaginn.

Alfreð tók ekki þátt í fyrsta leik í endurkomunni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins um síðustu helgi. Augsburg tapaði þá á heimavelli gegn Wolfsburg, en liðið er í 14. sæti af 18 liðum.

Heiko Herrlich, þjálfari Augsburg, sagði á blaðamannafundi í dag að Alfreð yrði ekki með á sunnudaginn en það vonandi styttist í framherjann.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður botnliðs Paderborn, var einnig frá um síðustu helgi, en hann er byrjaður að æfa aftur að sögn Kicker og gæti hann snúið aftur í hóp Paderborn á morgun er liðið mætir Hoffenheim á heimavelli.

Athugasemdir
banner
banner