sun 22. maí 2022 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Söguleg endurkoma Man City tryggði titilinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Manchester City átti ótrúlega endurkomu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með þremur mörkum á sex mínútna kafla.


Man City heimsótti Aston Villa og gat tryggt sér titilinn með sigri en lenti tveimur mörkum undir gegn lærisveinum Steven Gerrard eftir slaka frammistöðu fyrstu 75 mínútur leiksins.

Ilkay Gündogan kom inn fyrir Bernardo Silva og átti hann eftir að skipta sköpum því nokkrum mínútum síðar var hann búinn að minnka muninn.

Rodri jafnaði svo á 78. mínútu og skoraði Gündogan aftur skömmu seinna og staðan orðin 3-2 með níu mínútur eftir af venjulegum leiktíma.

Lærisveinar Gerrard áttu lítið eftir í bensíntanknum og komust ekki nálægt því að jafna á lokamínútunum þrátt fyrir að Ederson hafi spilað síðustu mínútur uppbótartímans meiddur.

Þetta er í fyrsta sinn sem City vinnur úrvalsdeildarleik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir síðan 2005.

Man City 3 - 2 Aston Villa
0-1 Matty Cash ('37)
0-2 Philippe Coutinho ('69)
1-2 Ilkay Gündogan ('76)
2-2 Rodri ('78)
3-2 Ilkay Gundogan ('81)

Liverpool fékk Wolves í heimsókn og lenti undir snemma leiks þegar Ibrahima Konate misreiknaði langa sendingu upp völlinn. Sadio Mane jafnaði þó fyrir heimamenn og staðan var jöfn í leikhlé.

Áhorfendur á Anfield fögnuðu dátt þegar Aston Villa komst í tveggja marka forystu gegn City en sú gleði var ekki langlíf. City sneri leiknum við skömmu áður en Mohamed Salah skoraði eftir mikinn atgang í vítateignum. Fimm mínútum síðar innsiglaði Andy Robertson sigurinn.

Sigurinn nægði þó ekki til og endar Liverpool í öðru sæti eftir ótrúlega mikla dramatík á lokadeginum.

Liverpool 3 - 1 Wolves
0-1 Pedro Neto ('3)
1-1 Sadio Mane ('24)
2-1 Mohamed Salah ('84)
3-1 Andy Robertson ('89)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner