Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 23:42
Ívan Guðjón Baldursson
Nani tekur skóna af hillunni til að spila í Kasakstan (Staðfest)
Mætir Victor Moses
Mynd: FC Aktobe
Portúgalska stjarnan Nani hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni rúmu ári eftir að hafa hætt í fótbolta.

Nani er 39 ára gamall og er búinn að semja við FC Aktobe í Kasakstan þar sem hann mun sinna tveimur hlutverkum. Hann verður bæði leikmaður liðsins og mikilvægur partur af þróunarverkefni félagsins.

Aktobe leikur í efstu deild í Kasakstan og endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð.

Nani gerir eins árs samning við félagið og getur hann búist við að mæta fyrrum andstæðingi sínum úr ensku úrvalsdeildinni á vellinum í Kasakstan þar sem hinn 35 ára gamli Victor Moses leikur fyrir FC Kaysar.

Nani gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins en hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið í þremur mismunandi heimsálfum.


Athugasemdir
banner
banner
banner