Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Besiktas fékk leikmann í skiptum fyrir Abraham
Mynd: Besiktas
Tyrkneska félagið Besiktas hefur fengið varnarmanninn Yasin Özcan á láni frá Aston Villa út tímabilið.

Aston Villa sótti enska framherjann Tammy Abraham frá Besiktas fyrir 18 milljónir punda og samþykkti Villa að leyfa Özcan að fara í hina áttina.

Özcan er 19 ára gamall miðvörður sem var á láni hjá Anderlecht í Belgíu en Villa kallaði hann til baka og sendi hann beint til Besiktas út tímabilið.

Villa segir í yfirlýsingu í dag að kaupskylda sé hluti af lánssamningnum.

Hann kom til Villa frá Kasimpasa á síðasta ári en spilaði aldrei keppnisleik með Villa-mönnum.

Özcan er tallinn einn efnilegasti varnarmaður Tyrkja og á fjölmarga landsleiki með yngri landsliðunum og einn A-landsleik.


Athugasemdir