ÍBV hefur fengið Róbert Elís Hlynsson á láni frá KR út komandi tímabil. Róbert Elis skrifaði undir hjá KR eftir tímabilið 2024, kom frá ÍR og hefur skorað níu mörk í 20 leikjum síðan. Fimm af þeim skoraði hann í þessum mánuði í Reykjavíkrumótinu þar sem hann er markahæsti leikmaður mótsins.
Róbert Elís er fæddur árið 2007 og er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað sem fremsti maður hjá KR í síðustu leikjum.
Hann er nú á förum til Eyja og er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær eftir að Aleksandar Linta tók við sem þjálfari.
Róbert Elís er fæddur árið 2007 og er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað sem fremsti maður hjá KR í síðustu leikjum.
Hann er nú á förum til Eyja og er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær eftir að Aleksandar Linta tók við sem þjálfari.
Hann á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað tvö mörk.
„Róbert er miðjumaður sem getur einnig leikið framar á vellinum, en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands frá U16 til U19. Knattspyrnuráðið fagnar því að Róbert hafi valið að spila með ÍBV á leiktíðinni en miklar vonir eru bundnar við þennan efnilega leikmann," segir m.a. í tilkynningu ÍBV.
Athugasemdir





