Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Viktor Bjarki byrjar í Barcelona - Gravenberch í miðverði
Viktor Bjarki byrjar á Nou Camp
Viktor Bjarki byrjar á Nou Camp
Mynd: EPA
Ryan Gravenberch er í miðverðinum hjá Liverpool
Ryan Gravenberch er í miðverðinum hjá Liverpool
Mynd: EPA
Cole Palmer er á bekknum hjá Chelsea
Cole Palmer er á bekknum hjá Chelsea
Mynd: EPA
Lokaumferðin í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram klukkan 20:00 í kvöld. Tvö lið eru komin beint áfram í 16-liða úrslitin og verður hart barist um síðustu sex sætin.

Arsenal og Bayern München eru komin áfram í 16-liða úrslitin en Englandsmeistarar Liverpool, Evrópumeistarar Paris Saint-Germain og Real Madrid eru meðal þeirra liða sem geta komist beint áfram á eftir.

Liverpool tekur á móti Qarabag frá Aserbaídsjan á Anfield og ætti það að vera formsatriði fyrir enska liðið, en maður veit þó aldrei hvað maður fær frá lærisveinum Arne Slot og þá hefur Qarabag komið á óvart í deildarkeppninni. Sigur mun hins vegar senda Liverpool beint áfram í 16-liða úrslitin.

Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er í miðverði hjá Liverpool ásamt Virgil van Dijk. Andy Robertson, sem var sagður á leið til Tottenham fyrir nokkrum dögum, byrjar í bakverðinum. Hugo Ekitike er fremstur.

Manchester City er öruggt í umspilið en þarf að vinna Galatasaray og treysta á önnur úrslit til þess að komast beint áfram. Erling Haaland og Omar Marmoush byrja báðir hjá þeim ljósbláu.

Kai Havertz byrjar í fyrsta sinn á tímabilinu er Arsenal mætir Kairat en Arsenal-menn geta tryggt toppsætið með sigri og þá er Nick Woltemade í byrjunarliði Newcastle sem heimsækir Evrópumeistara Paris Saint-Germain. Fyrirliðinn Bruno Guimaraes er á bekknum, en hann er að ná sér eftir meiðsli.

Randal Kolo-Muani er fremstur hjá Tottenham sem heimsækir Eintracht Frankfurt. Sigur fleytir Tottenham áfram í 16-liða úrslitin.

Cole Palmer er á bekknum hjá Chelsea sem heimsækir Napoli, en hann var ekki með um helgina vegna meiðsla. Chelsea þarf sigur til að komast áfram í 16-liða úrslit.

Viktor Bjarki Daðason er í byrjunarliði FCK sem heimsækir Barcelona á Nou Camp. Svakaleg lífsreynsla fyrir þennan unga Framara sem hefur heillað með FCK á tímabilinu. Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum.

FCK er í 26. sæti með 8 stig og á möguleika á því að komast í umspilið en til þess þyrfti liðið að ná í góð úrslit í Barcelona.

Byrjunarlið Arsenal gegn Kairat: Arrizabalaga, White, Mosquera, Calafiori, Lewis-Skelly, Norgaard, Eze, Havertz, Madueke, Martinelli, Gyokeres

Byrjunarlið Liverpool gegn Qarabag: Alisson, Frimpong, Gravenberch, Van Dijk, Robertson, Mac Allister, Szoboszlai, Wirtz, Salah, Gakpo, Ekitike.

Byrjunarlið Man City gegn Galatasaray: Donnarumma, Nunes, Khusanov, Ake, Ait-Nouri, Silva, O’Reilly, Marmoush, Cherki, Doku, Haaland.

Byrjunarlið Newcastle gegn PSG: Pope, Miley, Thiaw, Botman, Burn, Hall, Tonali, Ramsey, Elanga, Woltemade, Willock

Byrjunarlið Tottenham gegn Frankfurt: Vicario, Udogie, Romero, Danso, Gray, Spence, Matar Sarr, Palhinha, Odobert, Simons, Kolo Muani.

Byrjunarlið Chelsea gegn Napoli: Sanchez, Gusto, James, Fofana, Cucurella, Caicedo, Andrey Santos, Estevao, Fernandez, Neto, Joao Pedro
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Bayern 7 6 0 1 20 7 +13 18
3 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
4 Liverpool 7 5 0 2 14 8 +6 15
5 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
6 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
7 Newcastle 7 4 1 2 16 6 +10 13
8 Chelsea 7 4 1 2 14 8 +6 13
9 Barcelona 7 4 1 2 18 13 +5 13
10 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
11 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
12 Atletico Madrid 7 4 1 2 16 13 +3 13
13 Atalanta 7 4 1 2 10 9 +1 13
14 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
15 Juventus 7 3 3 1 14 10 +4 12
16 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
17 Galatasaray 7 3 1 3 9 9 0 10
18 Qarabag 7 3 1 3 13 15 -2 10
19 Marseille 7 3 0 4 11 11 0 9
20 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
21 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
22 PSV 7 2 2 3 15 14 +1 8
23 Athletic 7 2 2 3 7 11 -4 8
24 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
25 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
26 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
27 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
28 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
29 Benfica 7 2 0 5 6 10 -4 6
30 Pafos FC 7 1 3 3 4 10 -6 6
31 St. Gilloise 7 2 0 5 7 17 -10 6
32 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
33 Frankfurt 7 1 1 5 10 19 -9 4
34 Slavia Prag 7 0 3 4 4 15 -11 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner