Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Fimm ensk lið í 16-liða úrslit - Evrópumeistararnir og Real Madrid í umspil
Markvörður Benfica skoraði gegn Real - Van Dijk með stoðsendingaþrennu og Viktor Bjarki sá yngsti
Mohamed Salah skoraði í fyrsta sinn síðan í nóvember í 6-0 stórsigri
Mohamed Salah skoraði í fyrsta sinn síðan í nóvember í 6-0 stórsigri
Mynd: EPA
Kai Havertz skoraði og lagði upp tvö
Kai Havertz skoraði og lagði upp tvö
Mynd: EPA
Benfica vann óvæntan sigur á Real Madrid
Benfica vann óvæntan sigur á Real Madrid
Mynd: EPA
Newcastle gerði jafntefli við Evrópumeistara PSG. Bæði lið fara í umspil
Newcastle gerði jafntefli við Evrópumeistara PSG. Bæði lið fara í umspil
Mynd: EPA
Viktor Bjarki varð sá yngsti til að skora á Nou Camp í Meistaradeild Evrópu
Viktor Bjarki varð sá yngsti til að skora á Nou Camp í Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Allt er klappað og klárt fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fimm ensk úrvalsdeildarlið komust beint áfram í 16-liða úrslit. Newcastle United fer í umspilið ásamt Evrópumeisturum Paris Saint-Germain og Real Madrid.

Arsenal tók toppsætið í deildarkeppninni með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Kairat Almaty frá Kasakstan, 3-2, á Emirates. Kai Havertz var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á tímabilinu og tókst að skora ásamt því að leggja upp fyrir þá Gabriel Martinelli og Viktor Gyökeres.

Magnaður árangur hjá Arsenal sem fékk aðeins á sig fjögur mörk í átta leikjum.

Liverpool slátraði Qarabag, 6-0, á Anfield. Alexis Mac Allister skoraði tvennu fyrir Liverpool og þá gerði Mohamed Salah sitt fyrsta mark fyrir Liverpool síðan í byrjun nóvember.

Mac Allister skoraði á 15. mínútu eftir hornspyrnu. Dominik Szoboszlai kom með hornspyrnu inn á teiginn sem Virgil van Dijk skallaði fyrir Mac Allister sem náði að koma boltanum inn fyrir línuna og mark dæmt.

Florian Wirtz hélt áfram að heilla en hann gerði annað markið sex mínútum síðar. Í þeim síðari skoraði Mo Salah eftir vel útfærða aukaspyrnu áður en Hugo Ekitike skoraði eftir stórkostlegt einstaklingsframtak.

Van Dijk þrumaði boltanum fram völlinn á Ekitike sem skildi varnarmann Qarabag eftir í reyknum og lagði boltann síðan í vinstra hornið. Mac Allister bætti síðan við öðru marki sínu og var það síðan varamaðurinn Federico Chiesa sem rak síðasta naglann í kistu Qarabag undir lokin eftir enn eina sendinguina frá Van Dijk sem náði í stoðsendingaþrennu!

Liverpool hafnaði í 3. sæti með 18 stig og flaug því áfram í 16-liða úrslitin.

Bæjarar tóku annað sætið með 21 stig eftir 2-1 sigur á PSV í Hollandi. Þeir lentu undir í leiknum en Jamal Musiala jafnaði áður en Harry Kane gerði sigurmarkið á 84. mínútu.

Evrópumeistarar PSG og Newcastle United gerðu 1-1 jafntefli í París.

Vitinha skoraði á 8. mínútu en Joe Willock jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Í hálfleik voru bæði lið á leið beint áfram í 16-liða úrslit en allt breyttist í þeim síðari og þá aðallega vegna úrslita úr öðrum leikjum en bæði lið munu fara í umspilið. Barcelona kom sér beint áfram með 4-1 endurkomusigri á FCK.

Framarinn ungi og efnilegi Viktor Bjarki Daðason kom FCK óvænt í 1-0 forystu á 4. mínútu er hann fékk frábæra sendingu inn fyrir og lagði boltann snyrtilega í netið. Þetta mark gerði hann að yngsta markaskorara á Camp Nou síðan 1959 og þann yngsta síðan Meistaradeildin var sett á laggirnar árið 1992.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir FCK, en Börsungar komu til baka í þeim síðari með þremur mörkum. Robert Lewandowski, Lamine Yamal og vítaspyrna frá Raphinha og seint mark frá Marcus Rashford skaut Barcelona áfram í 16-liða úrslitin.

Thomas Frank stýrði Tottenham áfram með því að vinna Eintracht Frankfurt, 2-0. Randal Kolo-Muani og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham í síðari hálfleiknum.

Frábær úrslit fyrir Frank og Tottenham, en starf hans hefur hangið á bláþræði síðustu vikur.

Chelsea komst einnig áfram eftir magnaðan 3-2 sigur á Napoli á Ítalíu.

Enzo Fernandez skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu en Napoli svaraði með tveimur mörkum frá Antonio Vergara og Rasmus Höjlund á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleiknum.

Chelsea-menn misstu aldrei trú. Cole Palmer kom inn á í hálfleik og lagði upp fyrir Joao Pedro á 61. mínútu og síðan aftur á 82. mínútu sem sendi Chelsea í 16-liða úrslit.

Manchester City var síðan fimmta enska úrvalsdeildarliðið sem fór beint áfram með 2-0 sigri á Galatasaray. Erling Braut Haaland og Rayan Cherki gerðu mörk City í fyrri hálfleiknum.

Man City hafnaði í 8. sæti með 16 stig. Sporting Lisbon komst óvænt áfram eftir 3-2 útisigur á Athletic þar sem Alisson Santos gerði sigurmarkið seint í uppbótartíma. Sporting tók 7. sæti deildarkeppninnar.

Real Madrid tapaði fyrir Benfica í Portúgal, 4-2, og misstu þar með af sæti í 16-liða úrslitum en fara hins vegar í umspilið. Norðmaðurinn Andreas Schjelderup skoraði tvívegis fyrir Benfica sem náði 3-1 forystu í leiknum.

Kylian Mbappe skoraði bæði mörk Real Madrid sem lék tveimur mönnum færri síðustu mínúturnar er Raul Asencio og Rodrygo sáu báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Á lokasekúndunum vissu Benfica-menn það að markatala gæti skipt sköpum. Jose Mourinho, þjálfari Benfica, sendi því markvörðinn Anatoliy Trubin fram í síðustu sókninni er þeir portúgölsku fengu aukaspyrnu.

Það var því skrifað í skýin að hann myndi skora fjórða mark þeirra sem sendi þá áfram í umspilið. Fredrik Aursnes kom aukaspyrnunni inn á teiginn á Trubin sem stangaði boltanum í netið og 4-2 sigur Benfica staðreynd. Ótrúlegur endir á þessum leik en afar niðurlægjandi fyrir Real Madrid sem þarf að sætta sig við umspilið.

Dregið verður í umspilið á föstudag.

Þessi lið fóru beint áfram:
Arsenal
Bayern
Liverpool
Tottenham
Barcelona
Chelsea
Sporting
Man City

Þessi fara í umspilið:
Real Madrid
Inter
PSG
Newcastle
Juventus
Atlético
Atalanta
Bayer Leverkusen
Dortmund
Olympiakos
Club Brugge
Galatasaray
Mónakó
Qarabag
Bodö/Glimt
Benfica

Napoli 2 - 3 Chelsea
0-1 Enzo Fernandez ('19 , víti)
1-1 Antonio Vergara ('33 )
2-1 Rasmus Hojlund ('43 )
2-2 Joao Pedro ('61 )
2-3 Joao Pedro ('82 )

Borussia D. 0 - 2 Inter
0-1 Federico Dimarco ('81 )
0-2 Andy Diouf ('90 )

Monaco 0 - 0 Juventus

Paris Saint Germain 1 - 1 Newcastle
0-0 Ousmane Dembele ('4 , Misnotað víti)
1-0 Vitinha ('8 )
1-1 Joseph Willock ('45 )

Eintracht Frankfurt 0 - 2 Tottenham
0-1 Randal Kolo Muani ('47 )
0-2 Dominic Solanke ('77 )

Pafos FC 4 - 1 Slavia Praha
1-0 Vlad Dragomir ('17 )
1-1 Stepan Chaloupek ('44 )
2-1 Bruno ('53 )
3-1 Anderson Silva ('84 )
4-1 Anderson Silva ('87 )
Rautt spjald: Jan Boril, Slavia Praha ('59)

Atletico Madrid 1 - 2 Bodo-Glimt
1-0 Alexander Sorloth ('15 )
1-1 Fredrik Sjovold ('35 )
1-2 Kasper Hogh ('59 )

Manchester City 2 - 0 Galatasaray
1-0 Erling Haaland ('11 )
2-0 Rayan Cherki ('29 )

PSV 1 - 2 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('58 )
1-1 Ismael Saibari ('78 )
1-2 Harry Kane ('84 )
Rautt spjald: Mauro Junior, PSV ('90)

Bayer 3 - 0 Villarreal
1-0 Malik Tillman ('12 )
2-0 Malik Tillman ('35 )
3-0 Alejandro Grimaldo ('57 )

Athletic 2 - 3 Sporting
1-0 Oihan Sancet ('3 )
1-1 Ousmane Diomande ('12 )
2-1 Gorka Guruzeta ('28 )
2-2 Francisco Trincao ('62 )
2-3 Alisson Santos ('90 )

St. Gilloise 1 - 0 Atalanta
1-0 Anan Khalaili ('70 )

Ajax 1 - 2 Olympiakos
0-1 Gelson Martins ('52 )
1-1 Kasper Dolberg ('69 , víti)
1-2 Santiago Hezze ('79 )

Arsenal 3 - 2 Kairat
1-0 Viktor Gyokeres ('3 )
1-1 Jorginho ('7 , víti)
2-1 Kai Havertz ('15 )
3-1 Gabriel Martinelli ('36 )
3-2 Ricardinho ('90 )

Liverpool 6 - 0 Qarabag
1-0 Alexis Mac Allister ('15 )
2-0 Florian Wirtz ('21 )
3-0 Mohamed Salah ('50 )
4-0 Hugo Ekitike ('57 )
5-0 Alexis Mac Allister ('61 )
6-0 Federico Chiesa ('90 )

Barcelona 4 - 1 FC Kobenhavn
0-1 Viktor Dadason ('4 )
1-1 Robert Lewandowski ('48 )
2-1 Lamine Yamal ('60 )
3-1 Raphinha ('69 , víti)
4-1 Marcus Rashford ('85 )

Benfica 4 - 2 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('30 )
1-1 Andreas Schjelderup ('36 )
2-1 Vangelis Pavlidis ('45 , víti)
3-1 Andreas Schjelderup ('54 )
3-2 Kylian Mbappe ('58 )
4-2 Anatoliy Trubin ('90 )
Rautt spjald: ,Raul Asencio, Real Madrid ('90)Rodrygo, Real Madrid ('90)

Club Brugge 3 - 0 Marseille
1-0 Mamadou Diakhon ('4 )
2-0 Romeo Vermant ('11 )
3-0 Aleksandar Stankovic ('79 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 8 0 0 23 3 +20 24
2 Bayern 8 6 1 1 20 7 +13 19
3 Liverpool 8 6 0 2 17 8 +9 18
4 Tottenham 8 5 2 1 16 7 +9 17
5 Man City 8 5 1 2 15 9 +6 16
6 Real Madrid 8 5 0 3 20 10 +10 15
7 PSG 8 4 2 2 21 11 +10 14
8 Newcastle 8 4 2 2 17 7 +10 14
9 Barcelona 8 4 2 2 19 14 +5 14
10 Atletico Madrid 8 4 2 2 17 14 +3 14
11 Atalanta 8 4 2 2 10 9 +1 14
12 Inter 8 4 1 3 13 7 +6 13
13 Chelsea 8 4 1 3 15 10 +5 13
14 Sporting 8 4 1 3 15 11 +4 13
15 Juventus 8 3 4 1 14 10 +4 13
16 Dortmund 8 3 3 2 19 15 +4 12
17 Leverkusen 8 3 3 2 12 14 -2 12
18 Athletic 8 3 2 3 9 12 -3 11
19 Napoli 8 3 2 3 9 13 -4 11
20 Galatasaray 8 3 1 4 9 11 -2 10
21 Club Brugge 8 3 1 4 14 17 -3 10
22 Qarabag 8 3 1 4 13 18 -5 10
23 Mónakó 8 2 4 2 8 14 -6 10
24 PSV 8 2 3 3 15 14 +1 9
25 Marseille 8 3 0 5 11 13 -2 9
26 Benfica 8 3 0 5 8 11 -3 9
27 Olympiakos 8 2 3 3 8 13 -5 9
28 FCK 8 2 3 3 12 18 -6 9
29 Bodö/Glimt 8 1 4 3 13 15 -2 7
30 Pafos FC 8 1 4 3 5 11 -6 7
31 St. Gilloise 8 2 1 5 7 17 -10 7
32 Ajax 8 2 1 5 7 19 -12 7
33 Frankfurt 8 1 1 6 10 20 -10 4
34 Slavia Prag 8 0 4 4 5 16 -11 4
35 Villarreal 8 0 1 7 5 17 -12 1
36 Kairat 8 0 1 7 6 22 -16 1
Athugasemdir
banner
banner