Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mið 28. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham horfir til Kinský
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United hefur verið í leit að nýjum markverði til að veita Alphonse Areola aukna samkeppni um byrjunarliðssæti.

Hamrarnir hafa verið að horfa í kringum sig og hafa mikinn áhuga á hinum efnilega Antonín Kinský sem er varamarkvörður hjá Tottenham.

Þeir vilja fá Kinský á lánssamningi út tímabilið þar sem Tékkinn er aðeins búinn að spila tvo leiki á tímabilinu.

Kinský var fenginn til Tottenham í janúarglugganum í fyrra vegna mikilla meiðslavandræða. Hann lék 10 leiki fyrir Tottenham og fékk 17 mörk á sig á erfiðu tímabili fyrir félagið.

Mads Hermansen er einnig á mála hjá West Ham eftir að hafa verið keyptur úr röðum Leicester City í fyrrasumar, fyrir rúmlega 15 milljónir punda.

Sky Sports greinir frá og tekur fram að Spurs ætli að bíða með að taka ákvarðanir í leikmannamálum þar til eftir lokaleikinn í deildarkeppni Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Þar er liðið að reyna að tryggja sér sæti meðal átta efstu liðanna og gæti jafntefli nægt á útivelli gegn Eintracht Frankfurt.

West Ham er búið að krækja í sóknarleikmennina Taty Castellanos, Pablo Felipe og Keiber Lamadrid í janúarglugganum.

Luis Guilherme, Guido Rodríguez og Niclas Füllkrug eru farnir og þá virðist Lucas Paquetá einnig vera á leið burt.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner