Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham fær Adama Traore ódýrt (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham hefur gengið frá kaupum á Adama Traore frá Fulham. Traore er þrítugur vængmaður sem vakti mikla athygli hjá Wolves á sínum tíma og spilaði með Barcelona.

Hjá West Ham hittir hann fyrir stjórann Nuno Espirito Santo en þeir unnu saman hjá Wolves á árunum 2018-21.

„Ég er svo glaður að vera kominn hinggað, glaður að geta hjálpað liðinu eins mikið og hægt er og að geta sýnt mín gæði. Þetta er stórt félag með gríðarlega marga aðdáendur. Ég hef fylgst með West Ham frá því að ég horfði ungur á kvikmyndir þar sem West Ham kom fyrir. Ég veit hversu ástríðufullir stuðningsmennirnir eru. Ég elska þessa áskorun. Ég held að allir hafi trú og ég trúi að við munum ná markmiðinu okkar," segir Traore.

Kaupverðið er óuppgefið en það er sagt að hann kosti einungis um tvær milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner