Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Jói Berg sneri aftur hjá Al Dhafra - Óttar Magnús úr leik í bikarnum
Jói Berg kom aftur inn í lið Al Dhafra
Jói Berg kom aftur inn í lið Al Dhafra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur á völlinn með Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag en hann lék 83 mínútur í 2-0 tapi gegn Al Sharjah í deildinni.

Landsliðsmaðurinn var ekki með Al Dhafra í síðustu tveimur leikjum liðsins en kom aftur inn í byrjunarliðið í dag.

Hann hefur komið að fjórum mörkum í tíu leikjum með Al Dhafra síðan hann kom frá Al Orubah síðasta sumar.

Al Dhafra er í 8. sæti með 16 stig eftir fjórtán deildarleiki.

Óttar Magnús Karlsson var í byrjunarliði Renate sem tapaði fyrir Latina, 2-1, í undanúrslitum C-deildarbikarsins á Ítalíu.

Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum sem fór fram á heimavelli Renate, en Latina náði að skora sigurmarkið í kvöld um það bil tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner