Íslendingalið Inter er komið áfram í undanúrslit ítalska bikarsins eftir að hafa unnið samanlagðan 6-0 sigur á Ternana í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp eitt mark í leiknum.
Inter vann 2-0 sigur í fyrri leiknum sem fór fram á útivelli en síðari leikurinn var spilaður í kvöld.
Karólína Lea byrjaði hjá Inter og lagði upp fyrsta markið á 2. mínútu en hún fór síðan af velli í hálfleik í stöðunni 2-0.
Í þeim síðari bætti Inter við tveimur og kom sér örugglega áfram í undanúrslit bikarsins þar sem liðið mætir deildarmeisturum Roma.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk hvíld á bekknum hjá Inter en mun væntanlega mæta aftur í liðið þegar Inter mætir einmitt Ternana í deildinni um helgina.
Athugasemdir



