Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth ætlar að kaupa Jiménez
Jiménez skoraði í fræknum sigri Bournemouth gegn Englandsmeisturum Liverpool um helgina.
Jiménez skoraði í fræknum sigri Bournemouth gegn Englandsmeisturum Liverpool um helgina.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er tilbúið að festa kaup á spænska bakverðinum Álex Jiménez eftir flotta frammistöðu hans á tímabilinu.

Jiménez er á lánssamningi frá AC Milan og fylgdi 22 milljón evra kaupmöguleiki með láninu, sem Bournemouth ætlar að nýta sér. Helmingur upphæðarinnar rennur í kassa Real Madrid.

Jiménez er 20 ára gamall og ólst upp hjá Real Madrid áður en hann skipti til Milan sumarið 2023.

Bakvörðurinn fjölhæfi, sem getur spilað bæði vinstra og hægra megin auk þess að vera liðtækur á báðum köntum, er búinn að skora eitt mark og gefa eina stoðsendingu í 20 leikjum með Bournemouth.

Jiménez leikur fyrir U21 landslið Spánar og gæti reynst lykilmaður fyrir framtíðaráform Bournemouth.

Bournemouth hefur á síðustu dögum gengið frá félagaskiptum fyrir markvörðinn Kostas Mandas frá Lazio og kantmanninn efnilega Rayan frá Vasco da Gama. Alex Tóth var einnig keyptur fyrr í janúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner