Úrvalsdeildin í Sádi-Arabíu er að skoða möguleikann á því að fá Ousmane Dembele, Ballon d'Or sigurvegara síðasta árs, frá PSG næsta sumar.
Samkvæmt heimildum Sky Sports segir að stjórnendur deildarinnar í Sádi séu að anna möguleikann á því að fá eitt stærsta nafnið í fótboltaheiminum til Sádi á þessu ári.
Samkvæmt heimildum Sky Sports segir að stjórnendur deildarinnar í Sádi séu að anna möguleikann á því að fá eitt stærsta nafnið í fótboltaheiminum til Sádi á þessu ári.
Verið er að undirbúa stóran pakka til að reyna heilla franska sóknarmanninn til Sádi eftir HM í sumar. Búist er við því að mikið verði að gera hjá félögum í Sádi í sumar.
Mörg stór nöfn í Sádi eru að verða samningslaus á þessu ári og Sádar vilja halda áfam að vera með stór nöfn í deildinni.
Dembele er með einbeitinguna á Meistaradeildinni og frönsku deildinni og svo tekur HM við. En eftir það eru taldar líkur á því að Dembele gæti farið til Sádi. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við PSG.
Franska félagið er með hámark á því hvað leikmenn geta fengið í laun hjá félaginu og hærri laun í Sádi gætu heillað Dembele sem er 28 ára.
„Ef þetta gerist þá verða þetta stærstu skiptin í Sádi-Arabíu frá því að Cristiano Ronaldo kom. Ég held þetta sé langskot - en landslagið í Sádi-Arabíu er ða breytast. Nú eru félögin farin að fá fjárframlög frá einkaaðilum. Núna er því ekki bara verið að nýta ríkissjóðinn í að borga leikmönnum," skrifar Kaveh Solhekol hjá Sky Sports.
Athugasemdir


