Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækurnar í Meistaradeildinni í kvöld er hann skoraði eina mark FCK í 4-1 tapi gegn Barcelona á Nou Camp í Barcelona.
Framarinn er aðeins 17 ára gamall og var að skora sitt þriðja mark sitt í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Hann tók met Lamine Yamal undir lok síðasta árs er hann varð sá yngsti til að skora tvö mörk á sínu fyrsta tímabili og þá setti hann annað met í kvöld.
Markið hans Viktors gerði hann að yngsta markaskorara á Nývangi í Evrópukeppni síðan 1959 og því þann yngsta í sögu Meistaradeildarinnar á þessum ágæta velli. Paolo Ferrario skoraði fyrir Milan á þessum velli þegar hann var 17 ára og 269 daga gamall árið 1959, en Viktor er aðeins 17 ára og 212 daga gamall.
17y 212d - Viktor Dadason has become the youngest ever major European scorer at Camp Nou, breaking Paolo Ferrario's record set in November 1959 for Milan (17y 269d). Fearless. pic.twitter.com/lvlCu46B8w
— OptaJoe (@OptaJoe) January 28, 2026
Athugasemdir



