Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard til Ítalíu?
Mynd: EPA
Viðræður Jesse Lingard við ítalskt félag eru komnar vel á veg. Hann er án félags eftir að hafa verið hjá FC Seúl í Suður-Kóreu en hann rifti samningi við félagið í desember.

Lingard, sem er 33 ára fyrrum leikmaður Manchester United, er sagður hafa rætt við nokkur félög í ensku úrvalsdeilsdeildinni og hefur verið orðaður við Wrezxham. En líklegast þykir að hann spili næst í ítölsku Serie A.

Daily Mail segir frá því í dag að viðræður hans við félög í ítölsku úrvalsdeildinni séu komnar vel á veg en félögin eru ekki nafngreint.

Lingard er uppalinn hjá Manchester United og skoraði 35 mörk í 232 leikjum fyrir félagið. Hann fór til Nottingham Forest frá United áður en hann samdi í Suður-Kóreu.

Fyrrum leikmenn United, Romelu Lukaku, Scott McTominay, David de Gea og Matteo Darmian spila á Ítalíu. Tveir fyrstnefndu spila með Napolo, De Gea er hjá Fiorentina og Darmian er hjá Inter.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner