Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron til Cavese (Staðfest)
Mynd: Cavese
Sveinn Aron Guðjohnsen er genginn til liðs við Cavese í C-deildinni á Ítalíu en hann gerir samning út leiktíðina með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Sveinn Aron, sem er 27 ára gamall framherji, kemur frá Sarpsborg í Noregi.

Hann er elsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann fór í gegnum akademíuna hjá Barcelona.

Árið 2015 hélt hann heim til Íslands þar sem hann lék með Breiðabliki, HK og Val, en erlendis hefur hann spilað með Spezia, Ravenna, OB, Hansa Rostock, Elfsborg og nú síðast með Sarpsborg.

Sveinn á yfir 250 leiki í atvinnumennsku og á þá 20 A-landsleiki og tvö mörk.

Hann hefur nú samið við Cavese á Ítalíu út þetta tímabil, en ef ákveðnum skilyrðum er mætt verður samningurinn framlengdur út næsta tímabil eða til júní 2027.

Cavese er í 16. sæti í C-riðli C-deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner