Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 16:15
Elvar Geir Magnússon
Knæpurnar á Englandi opnar lengur yfir HM
Þessir fagna lengdum opnunartíma.
Þessir fagna lengdum opnunartíma.
Mynd: EPA
Fótboltaáhugafólk á Englandi skálar fyrir því að barir landsins verða opnir lengur í sumar þegar enska landsliðið spilar á HM.

Mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

Bresk stjórnvöld hafa staðfest að barirnir mega hafa opið til 2 þegar England spilar seint að kvöldi.

England er með Króatíu, Pamama og Gana í L-riðli.

HM hefst 11. júní en fyrsti leikur Englands verður gegn Króatíu þann 17. júní.
Athugasemdir
banner
banner