Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Tvisvar í liði ársins í Þýskalandi en gæti nú verið á leið til Spánar
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Leon Goretzka er á óskalista Atlético Madríd á Spáni, en félagið hefur lengi haft áhuga á þessum öfluga leikmanni Bayern München.

Goretzka er þrítugur og unnið fimmtán titla með Bæjurum síðan hann kom frá Schalke árið 2018.

Á þessum átta árum hefur hann tvisvar verið valinn í lið ársins í Þýskalandi og í liði ársins hjá UEFA er Bayern vann Meistaradeildina árið 2020.

Florian Plettenberg hjá Sky Sports segir raunverulegan möguleika á að Goretzka sé á leið til Atlético á Spáni, en Diego Simeone, þjálfari Atlético, hefur lengi verið aðdáandi þýska miðjumannsins.

Viðræður Atlético við Bayern eru hafnar og má búast við því að þýska félagið taki ákvörðun um framtíð hans á næsta sólarhringnum.

Goretzka hefur komið við sögu í 28 leikjum með Bayern á tímabilinu og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner