Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir reyna við Angel Gomes
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur áhuga á að krækja í Angel Gomes miðjumann Marseille á lánssamningi út tímabilið.

Gomes, 25 ára, er ekki með byrjunarliðssæti hjá Marseille en hann var lykilmaður í liði Lille áður en hann skipti um félag á frjálsri sölu síðasta sumar.

Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt eitt upp á rúmlega 1000 mínútum á leiktíðinni og er enn minna pláss fyrir hann í byrjunarliðinu eftir að Marseille náði í Ethan Nwaneri og Quinten Timber á dögunum.

Félögin hafa verið í viðræðum síðustu vikur en það virðist enn nokkuð langt í að samkomulag náist. Fleiri félög eru einnig áhugasöm um að fá Gomes á næstu dögum.

Gomes er með fjóra landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.

Hann ólst upp í akademíunni hjá Manchester United og lék tíu keppnisleiki fyrir félagið, þar af fimm í ensku úrvalsdeildinni, áður en hann skipti til Lille sumarið 2020.

Wolves er aðeins búið að ná í 8 stig úr 23 umferðum af enska úrvalsdeildartímabilinu og þarf á kraftaverki að halda til að forðast fall. Sex af stigunum átta komu í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum liðsins.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner