Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fim 29. janúar 2026 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gengur aftur í raðir Víkings Ó. (Staðfest)
Mynd: Víkingur Ó.
Spánverjinn Abdelhadi Khalok hefur samið við Víking Ólafsvík en hann kemur til félagsins frá Kormáki/Hvöt.

Khalok er 30 ára gamall kantmaður sem þekkir vel til í Ólafsvík, en hann lék með liðinu árin 2023 og 2024.

Hann lék 30 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim níu mörk áður en hann gekk í raðir Kormáks/Hvatar. Þá lék hann einnig með KFA um skamma hríð.

Þessi reyndi leikmaður ætlar að taka slaginn með Ólsurum í sumar, en hann er væntanlegur til landsins um miðjan febrúar.

Víkingur Ó. mun leika áfram í 2. deild á komandi tímabili eftir að hafa hafnað í 8. sæti á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner