Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Ward-Prowse til Burnley (Staðfest) - Walker kynnti hann í fyndnu myndbandi
Mynd: Burnley
Enski miðjumaðurinn James Ward-Prowse er kominn til Burnley á láni frá West Ham út leiktíðina.

Þessi 31 árs gamli reynslumikli leikmaður á að baki yfir 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað. Um leið og ég heyrði af áhuga frá Burnley og talaði við stjórann þá vissi ég að þetta væri það sem ég þurfti."

„Það verður mikil barátta út tímabilið en ég mun njóta hvers einasta augnabliks. Ég vil bara fara út á völlinn, klæða mig í Burnley-treyjuna og gefa allt mitt í þessa áskorun sem er framundan," sagði Ward-Prowse.

Englendingurinn gæti spilað sinn fyrsta leik með Burnley er liðið mætir Sunderland á mánudag.

Ward-Prowse var kynntur með fyndnu myndbandi en Kyle Walker fer þar með leiksigur. Atriðið er úr bíómyndinni Pulp Fiction frá 1994.


Athugasemdir
banner
banner
banner