Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. maí 2022 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Viðar skoraði í tapi - Bodö aftur á sigurbraut
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ
Mynd: Bodö/Glimt

Viðar Örn Kjartansson er kominn með fjögur mörk fyrir Vålerenga í norska boltanum eftir að hafa skorað í 3-2  tapi gegn Strömsgodset í dag.


Varnarjaxlinn Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Strömsgodset sem skoraði þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Viðar Örn minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en var svo skipt útaf. Vålerenga er komið með tíu stig eftir átta fyrstu umferðir tímabilsins. Strömsgodset er með þrettán stig.

Strömsgodset 3 - 2 Vålerenga
1-0 J. Hove ('33)
2-0 L. Salvesen ('35)
3-0 L. Vilsvik ('37)
3-1 Viðar Örn Kjartansson ('52)
3-2 A. Donnum ('67)

Íslendingalið Viking er að gera góða hluti og gerði jafntefli við Tromsö í dag.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði markið og Samúel Kári Friðjónsson byrjaði á miðjunni í 1-1 jafntefli.

Viking er í öðru sæti efstu deildar með 20 stig eftir 9 umferðir.

Alfons Sampsted og félagar í Noregsmeistaraliði Bodö/Glimt eru komnir aftur á beinu brautina eftir skakka byrjun. Þeir rúlluðu yfir Haugesund í dag en eru átta stigum frá toppbaráttunni, með leik til góða.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði.

Tromsö 1 - 1 Viking
0-1 S. Sebulonsen ('73)
1-1 Kamanzi ('93)

Haugesund 1 - 4 Bodö/Glimt
0-1 S. Sorli ('8)
0-2 R. Espejord ('31)
0-3 A. Pellegrino ('32)
1-3 M. Sande ('47)
1-4 A. Pellegrino ('66)

Þá var einnig spilað í neðri deildum og tapaði Íslendingalið Sogndal heimaleik í B-deildinni.

Þetta er svekkjandi tap fyrir Sogndal sem gat blandað sér í toppbaráttuna með sigri og jafnframt annað tap liðsins í röð. Tapið kemur gegn Asane, sem var um leið að vinna sinn fyrsta leik á deildartímabilinu.

Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson léku allan leikinn í tapliði Sogndal.

Í D-deildinni vann Volda tveggja marka sigur á Forde. Birkir Þór Guðmundsson og Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson eru á mála hjá Volda.

Sogndal 2 - 3 Asane

Volda 2 - 0 Forde


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner