Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júní 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM í dag - Hvaða þjóð vinnur D-riðilinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður lítur til baka með söknuði þegar það voru leikir allan liðlangan daginn á Evrópumótinu í fótbolta.

Riðlakeppnin er að klárast, helmingur riðla er búinn. Í dag klárast D-riðillinn með tveimur leikjum sem byrja báðir á slaginu 19:00.

Króatíu mætir Skotlandi og Tékkland spilar við England.

Staðan í riðlinum er þannig að Tékkland og England eru bæði með fjögur stig; Króatía og Skotland eru bæði með eitt stig. Tékkland og England eru bæði í góðum málum, en sigurvegarinn í leik Króatíu og Skotlands - ef það verður sigurvegari - á einnig góðan möguleika á að komast áfram.

Ef leikur Tékkland og Englands endar í jafntefli, þá vinnur Tékkland riðilinn á markatölu.

þriðjudagur 22. júní

EURO-2020: Group D
19:00 Króatía - Skotland
19:00 Tékkland - England
Athugasemdir
banner