Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 22. júní 2024 22:33
Haraldur Örn Haraldsson
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pálmi Rafn Pálmason stýrði KR gegn Víking í kvöld þar sem nýlega var aðalþjálfari liðsins Gregg Ryder látinn fara. Ekki er víst hversu lengi Pálmi verður við stjórnvöldin en liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Víkingar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Ég er bara ánægður. Miðað við frammistöðuna okkar upp á síðkastið þá var kannski ekki reiknað með að við værum að fara sækja mikið hingað. Þannig að ég get ekki verið annað en sáttur með að ná í stig."

KR var lítið með boltan í leiknum og vörðust mikið. Þetta leikskipulag hefur ekki sést mikið á KR á þessu tímabili en þeir virkuðu sterkir í þessu.

„Það vissulega sást í dag að það er styrkleiki (að verjast djúpt) þeir gerðu þetta mjög vel strákarnir. En þetta var svo sem bara leikkerfi, og nálgun á þennan leik sem við ákváðum að gera. Við erum að koma á einn erfiðasta útivöll á landinu, þá þurftum við kannski aðeins að þétta raðirnar. Við höfum verið að fá á okkur of mikið af mörkum. Þannig að við þurftum að þétta raðirnar og ákváðum að gera þetta svona í þetta skiptið. Það gekk ágætlega, við fengum þó mark á okkur en við náðum í stigið og það er bara kærkomið fyrir okkur."

Pálmi var aðstoðarþjálfari Gregg Ryder og það hefur ekki verið gefið út hvort Pálmi sé líklegur til að fá aðalþjálfara starfið til lengdar. Pálmi er hinsvegar mikill KR-ingur og myndi ekki segja nei ef það myndi bjóðast.

„Þetta er starf sem er eitt stærsta þjálfarastarfið á landinu. Ég er auðvitað ungur, eða ungur? Sennilega ekkert ungur en ég er óreyndur. Ég væri klárlega til í að taka við liðinu, svo bara kemur í ljós hvað stjórnin vill. Við ætluðum að taka þennan leik og svo ætluðum við að skoða málin. Þannig að við sjáum til. Ég held ég hafi ekki sagt nei hingað til við KR og það er ólíklegt að ég myndi segja nei ef það kæmið boð."

Samstarf Pálma og Gregg Ryder var gott samkvæmt Pálma en það gæti þó verið að hann geri einhverjar breytingar á leikstíl liðsins.

„Samstarf okkar var mjög farsælt. Gregg er bara orðinn mjög góður vinur minn, og frábær manneskja. Hrikalega leiðinlegt að hann hafi þurft að taka höggið á þessu, svona er fótboltinn hann er 'brutal'. Ég auðvitað sé fótbolta á einhvern ákveðin hátt hvort að ég nái að koma því inn til leikmanna, og til liðsins eða ekki. Það verður bara að koma í ljós ef ég tek við liðinu. Það eru auðvitað einhverjar áherslubreytingar á milli þjálfara. En auðvitað er ég bara búinn að vera vinna með honum að þessu og á hlut af máli í hversu slök frammistaðan er búin að vera hjá okkur undanfarið. Þannig ég þarf náttúrulega heldur betur að spíta í lófana sjálfur."

Bæði Pálmi og Axel Óskar sem var einnig í viðtali eftir leik tala mjög vel um Gregg Ryder og þeim þykir ekkei beint sanngjarnt hvernig umræðan hefur verið um hann í fjölmiðlum.

„Auðvitað er frábært að það er öll þessi umfjöllun um deildina, ekki misskilja mig, það er geggjað að það sé svona mikil umfjöllun. En sannleikskornin mættu vera fleiri á ferðinni. Hvar hann var í röðinni í þjálfara kaplinum hjá KR var bara orðinn einhver brandari. Ég held að menn hafi ekki alveg verið með hlutina á hreinu þar til dæmis. Hann er bara frábær manneskja og góður þjálfari, þetta var bara verkefni sem klikkaði hjá okkur öllum. Ekki honum bara, við eigum allir hlut í máli. Fótbolti er bara þannig að það er einhver einn sem þarf alltaf að taka höggið þegar að illa gengur, það er bara eins leiðinlegt og það er. Ég vona að hann verði snöggur að finna sér nýtt starf, ég efast ekkert um Gregg sem þjálfara."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner