mán 22. júlí 2019 23:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Berserkir lögðu Hamar - GG í toppmálum
Úr fyrri leik Berserkja og Hamars.
Úr fyrri leik Berserkja og Hamars.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Tveir leikir fóru í kvöld fram í 4. deild karla.

C-riðill
Báðir leikirnir fóru fram í C-riðli. Á Grýluvelli í Hveragerði tók Hamar á móti Berserkjum. Hamar hafði fyrir leikinn í kvöld tapað síðustu tveimur leikjum og gátu Berserkir minnkað forskot Hamars niður í eitt stig í baráttunni um 2. sæti riðilsins með sigri.

Berserkir komust yfir strax á 1. mínútu og skoruðu svo á 64. mínútu annað mark leiksins. Berserkir eru því einungis stig á eftir Hamar sem hefur gengið brösulega undanfarið.

Á Hertz vellinum í Breiðholti tók Fenrir á móti toppliði riðilsins, GG.

Fenrir komst yfir en GG svaraði með þremur mörkum og hefur einungis tapað tveimur stigum í sumar.

Hamar 0-2 Berserkir
0-1 Alexander Róbert Magnússon ('1)
0-2 Andri Steinn Hauksson ('64)

Fenrir 1-3 GG
1-0 Örvar Þór Sveinsson ('28)
1-1 Ivan Jugovic ('34)
1-2 Davíð Arthur Friðriksson ('43)
1-3 Davíð Arthur Friðriksson ('64)

Stöðutöfluna má sjá hér að neðan. ATH: Það getur tekið tíma fyrir töfluna að uppfæra sig eftir að leikirnir hafa verið spilaðir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner