Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 22. júlí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 11. umferðar: Fjögur ný nöfn
Ída Marín er í úrvalsliðinu.
Ída Marín er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Dís skoraði sigurmark Stjörnunnar.
Arna Dís skoraði sigurmark Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan skoraði fyrra mark Tindastóls.
Murielle Tiernan skoraði fyrra mark Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefta umferð í Pepsi Max-deild kvenna fór fram á þriðjudag. Valur og Breiðablik unnu stórsigra, Tindastóll vann fyrir norðan, Stjarnan lagði Keflavík og bæði liðin skoruðu eitt mark á Selfossi.

Valur vann 6-1 sigur á Þrótti eftir að Þróttur var nýbúið að tryggja sig í bikarúrslitaleik. Skömmu síðar, sama kvöld, tapaði Valur á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Valskonur voru frábærar, sérstaklega í seinni hálfleik gegn Þrótti og eru þeir Eiður Ben Eiríksson og Pétur Pétursson þjálfarar umferðarinnar. Mary Alice Vignola skoraði annað mark Vals og er í fjórða sinn í úrvalsliðinu, Ída Marín Hermannsdóttir átti mjög góðan leik í 'tíunni' og Lára Kristín Pedersen var mjög öflug á miðjunni.



Breiðablik vann 7-2 sigur á ÍBV. ÍBV vann eftirminnilegan sigur í upphafi móts gegn Blikum í eyjum en Breiðablik kvittaði fyrir það í þessari umferð. Heiðdís Lillýardóttir skoraði tvö mörk og Agla María Albertsdóttir lagði upp fjögur í leiknum. Hildur Antonsdóttir er komin til baka eftir meiðsli og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á tæpum hálftíma sem varamaður.

Tindastóll vann 2-1 sigur á heimavelli gegn Fylki. Murielle Tiernan skoraði sitt annað mark í sumar og átti mjög góðan leik. Amber Kristin Michel var valin best á vellinum en hún er í úrvalsliðinu í fjórða sinn í sumar.

Í Keflavík vann Stjarnan að flestra mati óverðskuldaðan sigur gegn Keflavík, 1-2, urðu lokatölur og var það Arna Dís Arnþórsdóttir sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir.

Arna Sif Ásgrímsdóttir var best á vellinum þegar Þór/KA gerði 1-1 jafntefli gegn Selfossi á Selfossi. Eva Núra Abrahamsdóttir skoraði jöfnunarmark Selfoss og er í úrvalsliðinu.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
7. umferð
8. umferð
9. umferð
10. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner