Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 5. umferðar - Tvær í fjórða skiptið
Olga Sevcova er í liðinu
Olga Sevcova er í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Björg átti fínan leik gegn Tindastóli
Hulda Björg átti fínan leik gegn Tindastóli
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Agla María í 3. sinn í liðinu
Agla María í 3. sinn í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Pepsi Max-deildar kvenna fór fram á miðvikudag og fimmtudag og því ekki seinna vænna en að tilkynna lið umferðarinnar.

Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar er þjálfari umferðarinnar eftir að hann stýrði liði sínu til 5-1 útisigurs gegn Stjörnunni. Tveir aðrir þjálfarar gerðu sterkt tilkall en Nik hreppti hnossið í þetta skiptið. Tveir Þróttar, þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Katie Cousins eru í liðinu.

Katie er í fjórða skiptið í liðinu og hefur sýnt frábæra til þessa í mótinu. Olla Sigga, sem er í annað sinn í liðinu, skoraði eitt og fiskaði víti í leiknum og Katie skoraði tvö mörk og var best á vellinum í Garðabænum.


Á Sauðárkróki vann Þór/KA endurkomusigur, 1-2, gegn Tindastóli. Sandra Nabweteme kom inn af bekknum í seinni hálfleik, jafnaði leikinn fljótlega eftir það og tryggði svo sigurinn með flautumarki í uppbótartíma. Hulda Björg Hannesdóttir var öflug í vörn Þór/KA. Hún byrjaði í miðverðinum en lék í hægri vængbakverðinum í seinni hálfleik og lagði upp jöfnunarmarkið.

Breiðablik vann 3-7 útisigur gegn Val í stórleik umferðarinnar. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var best á vellinum, lagði upp þrjú mörk og er í 4. sinn í liði umferðarinnar. Kristín Dís Árnadóttir bæði skoraði og lagði upp og er í 2. sinn í liði umferðarinnar. Agla María Albertsdóttir er í þriðja sinn í sumar í liði umferðarinnar og er hún þriðji meðlimur Blika í liðinu. Hún skoraði eitt og lagði upp eitt í leiknum.

Á Selfossi gerðu heimakonur 1-1 jafntefli gegn Fylki og léku heimakonur manni færri í um klukkutíma. Þrátt fyrir það fengu þær ekki á sig mark og var það að miklu leyti Emmu Kay Checker í hjarta varnarinnar að þakka. Hún er í annað sinn í sumar í liði umferðarinnar.

Loks vann ÍBV 1-2 sigur gegn Keflavík. Olga Sevcova var valin best á vellinum. Antoinette Jewel Williams eða Annie, skoraði sigurmarkið undir lokin og er miðvörðurinn í liði umferðarinnar. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var öflug í marki ÍBV í leiknum og ver hún mark úrvalsliðsins í annað sinn í sumar.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
Athugasemdir
banner
banner