Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. júlí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 9. umferðar: Sjö að norðan
Kristrún er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð
Kristrún er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvards
Mist Edvards
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hanna Kallmaier
Hanna Kallmaier
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níunda umferð Pepsi Max-deildar kvenna fór fram í gær og unnust allir leikir á útivelli.

Tindastóll á flesta fulltrúa í liðinu eða fimm talsins. Þjálfarateymið, Guðni Þór Einarsson og Óskar Smári Haraldsson fær nafnbótina þjálfari umferðarinnar þrátt fyrir að sigurinn gegn Stjörnunni hafi ekki unnist á taktík. Þær Bryndís Rut Haraldsdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir áttu frábæran leik í hjarta varnarinnar og þá var Amber Kristin Michel valin best á vellinum fyrir sinn leik í marki gestanna, frábær í markinu!



Þór/KA náði í dýrmæt þrjú stig í Keflavík. Colleen Kennedy olli miklum usla í vörn Keflavíkur og átti hún sinn besta leik í sumar. Arna Sif Ásgrímsdóttir var öflug og hélt hinni öflugu Aerial niðri í leiknum.

Fyrirliði ÍBV Hanna Kallmaier var best á vellinum í Árbænum og batt lið ÍBV saman. Þóra Bjög Stefánsdóttir skoraði fyrra mark ÍBV með glæsilegri aukaspyrnu og var heilt yfir öflug.

Mist Edvarsdóttir var best á vellinum þegar Valur lagði Selfoss í toppbaráttuslag. Mist skoraði fyrsta markið og átti stóran þátt í sigurmarkinu. Dóra María Lárusdóttir átti góðan leik á miðjunni og sköpuðu föst leikatriði hennar mikla hættu.

Agla María Albertsdóttir átti yfir tíu tilraunir að marki Þróttar í gærkvöldi. Hún reyndi mikið sjálf og markið lét bíða eftir sér. Það kom undir lokin þegar Agla María jafnaði með óverjandi skoti upp í samskeytin fjær. Linda Líf Boama var virkilega öflug í leiknum, reyndist varnarmönnum Blika erfið og skoraði annað af mörkum Þróttar í leiknum. Hún átti þá lykilsendingu í seinna markinu.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
7. umferð
8. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner