Félagaskiptaglugginn opnaði í síðustu viku og félögin í efstu þremur deildum karlamegin og efstu tveimur kvennamegin geta aftur farið að víla og díla.
Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram í dag og var hann spurður út í glugann.
Fótbolti.net ræddi við þjálfara Fram í dag og var hann spurður út í glugann.
„Við höfum verið að reyna styrkja hópinn okkar. Við erum að missa Má Ægisson í nám til Bandaríkjanna og sömuleiðs er Þengill Orrason að fara út í nám. Aron Snær (Ingason) fór í Þrótt og hópurinn hefur aðeins verið að þynnast. Jannik (Pohl) er búinn að vera meira og minna meiddur í allt sumar og er tæpur í ökklanum eins og staðan er núna."
„Við höfum verið að reyna einhverja leikmenn til að styrkja okkur á miðsvæðinu eða jafnvel í framlínunni. Það er ekkert sem við höfum í hendi akkúrat núna, erum bara á fullu að reyna skoða eitthvað," sagði Rúnar.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir