Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fim 22. ágúst 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Cattermole til VVV Venlo (Staðfest)
Enski miðjumaðurinn Lee Cattermole hefur gengið frá samningi við VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni.

Hinn 31 árs gamli Cattermole var án félags en hann fór frá Sunderland í sumar eftir tíu ára dvöl hjá félaginu.

Cattermole stóð með Sunderland í gegnum súrt og sætt og fór með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni niður í C-deildina.

Þessi fyrrum leikmaður Middlesbrough og Wigan ætlar nú að reyna fyrir sér utan Englands á þessu tímabili.

Athugasemdir
banner
banner
banner