Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   sun 22. september 2019 17:19
Valur Gunnarsson
Arnar: Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur. Mér fannst við vera virkilega góðir. Ég var hættur að telja í lokin hvað við fengum mörg færi í leiknum. Við gáfum hrikalega ódýr mörk en fyrir utan það var ég bara ótrúlega ánægður með strákana."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 KA

„Við vorum með laskað lið eftir bikarúrslitaleikinn. Menn eitthvað þreyttur og meiddir, Sölvi var hetja að spila leikinn í dag. Það voru 1% líkur að hann myndi spila miðað við hvernig honum leið í morgun. Sumt að því sem við spiluðum í dag var með því betra sem ég hef séð í sumar."

Aðpurður útí það hvort honum væri létt eftir að hafa haldið sér uppi eftir leiki dagsins sagði Arnar:
„Ég var ekkert að pæla í því. Þetta lið okkar er svo langt frá því að vera eitthvað fallbaráttulið þó að tölurnar segja annað. En jújú, bara fínt. Þetta lið er svo gott.

Það vakti athygli að Arnar spilaði með þrjá miðverðir í leiknum.
„Ég var að reyna að finna kerfi svo að Sölvi þyrfti að hlaupa sem minnst í leiknum. Davíð er líka tæpur þeir voru á svona 50% hraða þeir tveir. Þetta kerfi mun nýtast vel á næsta tímabili því við náum að halda bolta mjög vel. En það mega ekki koma of mikið mistök því við erum opnir þegra við missum boltann. Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta en við vorum flottir í dag."

En hvað tekur Arnar útúr sumrinu:
„Við gáfum hrikalega mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Næsta ár verða þeir ári eldri. Við héldum okkur við okkar leik. Vorum ekki að panica. Það er ekki óeðlilegt eftir svona dramatískan sigur og vera aðeins off í næstu leikjum á eftir. Fólk horfir á Pepsimörkin og sér bara klippur úr leikjum en allar tölur sem ég rýni í sýnir bara að við höfum verið virkilega flottir."
Athugasemdir
banner