Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 22. september 2019 17:19
Valur Gunnarsson
Arnar: Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur. Mér fannst við vera virkilega góðir. Ég var hættur að telja í lokin hvað við fengum mörg færi í leiknum. Við gáfum hrikalega ódýr mörk en fyrir utan það var ég bara ótrúlega ánægður með strákana."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 KA

„Við vorum með laskað lið eftir bikarúrslitaleikinn. Menn eitthvað þreyttur og meiddir, Sölvi var hetja að spila leikinn í dag. Það voru 1% líkur að hann myndi spila miðað við hvernig honum leið í morgun. Sumt að því sem við spiluðum í dag var með því betra sem ég hef séð í sumar."

Aðpurður útí það hvort honum væri létt eftir að hafa haldið sér uppi eftir leiki dagsins sagði Arnar:
„Ég var ekkert að pæla í því. Þetta lið okkar er svo langt frá því að vera eitthvað fallbaráttulið þó að tölurnar segja annað. En jújú, bara fínt. Þetta lið er svo gott.

Það vakti athygli að Arnar spilaði með þrjá miðverðir í leiknum.
„Ég var að reyna að finna kerfi svo að Sölvi þyrfti að hlaupa sem minnst í leiknum. Davíð er líka tæpur þeir voru á svona 50% hraða þeir tveir. Þetta kerfi mun nýtast vel á næsta tímabili því við náum að halda bolta mjög vel. En það mega ekki koma of mikið mistök því við erum opnir þegra við missum boltann. Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta en við vorum flottir í dag."

En hvað tekur Arnar útúr sumrinu:
„Við gáfum hrikalega mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Næsta ár verða þeir ári eldri. Við héldum okkur við okkar leik. Vorum ekki að panica. Það er ekki óeðlilegt eftir svona dramatískan sigur og vera aðeins off í næstu leikjum á eftir. Fólk horfir á Pepsimörkin og sér bara klippur úr leikjum en allar tölur sem ég rýni í sýnir bara að við höfum verið virkilega flottir."
Athugasemdir
banner