Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 22. september 2019 17:19
Valur Gunnarsson
Arnar: Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Arnar var nokkuð brattur eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur. Mér fannst við vera virkilega góðir. Ég var hættur að telja í lokin hvað við fengum mörg færi í leiknum. Við gáfum hrikalega ódýr mörk en fyrir utan það var ég bara ótrúlega ánægður með strákana."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 KA

„Við vorum með laskað lið eftir bikarúrslitaleikinn. Menn eitthvað þreyttur og meiddir, Sölvi var hetja að spila leikinn í dag. Það voru 1% líkur að hann myndi spila miðað við hvernig honum leið í morgun. Sumt að því sem við spiluðum í dag var með því betra sem ég hef séð í sumar."

Aðpurður útí það hvort honum væri létt eftir að hafa haldið sér uppi eftir leiki dagsins sagði Arnar:
„Ég var ekkert að pæla í því. Þetta lið okkar er svo langt frá því að vera eitthvað fallbaráttulið þó að tölurnar segja annað. En jújú, bara fínt. Þetta lið er svo gott.

Það vakti athygli að Arnar spilaði með þrjá miðverðir í leiknum.
„Ég var að reyna að finna kerfi svo að Sölvi þyrfti að hlaupa sem minnst í leiknum. Davíð er líka tæpur þeir voru á svona 50% hraða þeir tveir. Þetta kerfi mun nýtast vel á næsta tímabili því við náum að halda bolta mjög vel. En það mega ekki koma of mikið mistök því við erum opnir þegra við missum boltann. Einhverjir sérfræðingar munu gagnrýna hitt og þetta en við vorum flottir í dag."

En hvað tekur Arnar útúr sumrinu:
„Við gáfum hrikalega mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Næsta ár verða þeir ári eldri. Við héldum okkur við okkar leik. Vorum ekki að panica. Það er ekki óeðlilegt eftir svona dramatískan sigur og vera aðeins off í næstu leikjum á eftir. Fólk horfir á Pepsimörkin og sér bara klippur úr leikjum en allar tölur sem ég rýni í sýnir bara að við höfum verið virkilega flottir."
Athugasemdir
banner