Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 22. september 2019 17:30
Kristófer Jónsson
Óskar Örn: Búinn að bíða eftir þessu lengi
Óskar Örn tók við bikarnum í dag.
Óskar Örn tók við bikarnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, var í skýjunum eftir að hafa tekið við Íslandsmeistarabikarnum eftir 3-2 sigur gegn FH í dag.

„Tilfinningin er engu öðru lík. Þetta er algjört gæsahúðarmoment sem að ég er búinn að bíða eftir lengi. Algjörlega klikkað dæmi." sagði Óskar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Eins og fyrr segir lauk leiknum með 3-2 sigri KR en FH komst yfir snemma leiks. Eftir það tók KR öll völd á vellinum.

„Við fáum á okkur þetta mark en komum vel tilbaka. Eftir það var þetta bara flottur leikur hjá okkur og það er gott að klára þetta á sigri. Gæti ekki verið betra."

Sigurmark KR kom úr vítaspyrnu sem að Óskar Örn fiskaði. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn en hvað segir Óskar sjálfur?

„Ég náttúrulega sé þetta ekki. Ég meiði mig allaveganna og er hindraður í skoti. Dómarinn dæmir síðan víti og þar við situr." sagði Óskar um atvikið.

Nánar er rætt við Óskar Örn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner