Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. september 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane finnur ekki fyrir pressunni
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar hafa verið að ræða um að heitt sé undir Zinedine Zidane í þjálfarastöðu Real Madrid eftir fremur rólega byrjun á upphafi tímabils.

Zidane segist þó ekki finna fyrir aukinni pressu og hefur fulla trú á getu sinni og lærisveina sinna til að rísa upp á nýjan leik.

„Það kemur alltaf fyrir að félag eins og Real Madrid fer í gegnum erfiða tíma en ég er ánægður og hef trú á því að við getum yfirstigið þessi vandamál," sagði Zidane.

„Mér er sama hvað utanaðkomandi fólk segir um mig eða félagið. Við erum samheldinn og sterkur hópur og mér líður vel hérna. Ég finn fyrir trausti frá stjórnendum og það er mikilvægt.

„Það er eðlilegt að það sé pressa á manni á svona stundum. Það væri skrýtið ef það væri engin pressa. Þetta er allt eðlilegt fyrir mér."


Real mætir Sevilla í stórleik í kvöld. Sigur þar getur fleytt liðinu á topp spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner