Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 22. september 2020 20:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Þokkaleg staða Íslendingaliðanna
Sverrir gegn Englandi fyrr í þessum mánuði.
Sverrir gegn Englandi fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öllum þremur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar er lokið. Leikirnir eru fyrri leikir liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni keppninnar.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK lá á útivell gegn Krasnodar. PAOK komst í yfir en fékk á sig tvö mörk eftir það. PAOK fékk þá einnig víti snemma leiks sem fór forgörðum. Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku.

Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður í liði Midtjylland sem gerði markalaust jafntefli gegn Slavia í Prag. Mikael lék síðasta stundarfjórðunginn í leiknum.

Þá leiðir Salzburg eftir fyrri leikinn gegn Maccabi. Leikið var í Tel Aviv í kvöld.

FK Krasnodar 2 - 1 PAOK
0-0 Dimitris Pelkas ('7 , Misnotað víti)
0-1 Dimitris Pelkas ('33 )
1-1 Viktor Claesson ('39 , víti)
2-1 Remy Cabella ('70 )

Slavia Praha 0 - 0 Midtjylland

Maccabi Tel Aviv 1 - 2 Salzburg
1-0 Dan Biton ('9 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('49 , víti)
1-2 Masaya Okugawa ('57 )
Athugasemdir