Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 22. september 2021 16:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað hefur verið meira partý"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnkell Helgi í gráu.
Hrafnkell Helgi í gráu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir féll úr efstu deild á mánudag þegar HK lagði Stjörnuna. Fylkir er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar ein umferð er eftir af deildinni. Gengi Fylkis hefur verið virkilega slæmt og þá sérstaklega í seinni umferð mótsins.

Liðið hefur unnið þrjá leiki í deildinni í sumar og kom síðasti sigur liðsins gegn KA þann 13. júlí. Síðan hefur liðið fengið tvö stig í níu leikjum. Fylkir féll síðast úr deildinni árið 2016 og vann næst efstu deild sumarið 2017.

Fótbolti.net heyrði í Hrafnkeli Helga Helgasyni, formanni meistaraflokksráðs Fylkis, í dag.

„Þetta eru vonbrigði, það var augljóslega ekki planið að falla niður um deild. Þetta er mikið stöngin út tímabil finnst manni, bókstaflega, mörg skot í stöng og slá sem fóru ekki inn. Færanýting, dómar sem féllu ekki með okkur, meiðsli leikmanna og svona hitt og þetta sem hjálpaði okkur ekki heldur. Þegar saman safnast þá getur þetta orðið erfitt og þegar liðið vinnur ekki í einhvern tíma þá leggst það aðeins meira á sálina hjá mönnum."

Pínu ský yfir mönnum
Er eitthvað sem þið í stjórn eða í kringum félagið sjáið að þið hefðuð viljað gera á annan hátt?

„Það er ábyggilega eitthvað sem má betur gera en almennt séð þá held ég að umgjörðin sé fín, frábær aðstaða, ekki hægt að kvarta undan velli eða aðstöðu. Það getur verið að það séu einhverjir hlutir megi fara betur. Við munum sitjast niður og ræða þá hluti og reyna laga þá fyrir komandi tíma."

„Auðvitað hefur alveg verið meira partý. Það er pínu ský yfir mönnum, það er engin spurning en nú er bara að snúa bökum saman og snúa þessu við. Við viljum komast upp sem fyrst,"
sagði Hrafnkell aðspurður í stemninguna þegar Fylkismenn hittast þessa dagana því kvennaliðið féll einnig úr efstu deild.

Hrafnkell var spurður út í Djair Parfitt-Williams en sögur hafa heyrst um að hann hafi viljað fara til Englands til að fara á reynslu hjá félagi í C-deild.

„Hann fór nú ekkert út en það var einhver áhugi og þá sneri hann aðeins hausnum. Fótboltaferillinn er stuttur ferill og hann vildi kanna það eitthvað frekar. Það er svo sem ekkert meira um það að segja," sagði Hrafnkell að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner