Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. september 2022 19:13
Örvar Arnarsson
Austurríki
Ísak: Aron Einar ótrúlega mikilvægur fyrir okkur
Ísak Bergmann Jóhannesson í leiknum í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark Íslands í vináttulandsleiknum gegn Venesúela í kvöld, af vítapunktinum í lok leiksins. Eftir leikinn lýsti hann því yfir hversu ánægður hann sé með að Aron Einar Gunnarsson sé mættur í landsliðshópinn.

„Aron Einar er geggjaður, hann var maður leiksins finnst mér. Hann hefur verið í burtu en sýnir að hann er einn besti landsliðsmaður sögunnar. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur; á hótelinu, í æfingum og í leikjum," sagði Ísak.

Aron spilaði í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni með fyrirliðabandið.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Ísak kom inn af bekknum og var svellkaldur á punktinum þegar hann skaut boltanum upp í þaknetið.

„Ég var mjög peppaður í að koma inn og hjálpa liðinu, sama hvort það yrði með marki, stoðsendingu eða hlaupum. Það er alltaf gaman að vinna leiki og þó þetta hafi verið æfingaleikur þá höfum við ekki verið að vinna marga leiki og vildum vinna. Það var smá harka í lokin en það var bara gaman," sagði Ísak.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner