Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fös 22. september 2023 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Tilfinningaþrungin stund í Lyngby - „Mun aldrei gleyma móttökunum sem Gylfi fékk hérna"
Mynd: Getty Images
Mynd: Lyngby

Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby var ekki sáttur með dómgæsluna í 1-1 jafntefli liðsins á heimavelli gegn Vejle í dag. Hann ræddi við Viaplay eftir leikinn.


Hann vildi sjá Saeid Ezatolahi, leikmann Vejle, fjúka af velli þegar hann gaf leikmanni Lyngby olnbogaskot í leiknum. Ezatolahi var á gulu spjaldi þegar atvikið átti sér stað en fékk að hanga inná.

„Dómarinn setur línu fyrr í leiknum með því að gefa (Marc) Muniesa gult spjald og viðheldur henni með að gefa honum (Saeid Ezatolahi) líka gult spjald. Hann þarf svo að halda línunni út leikinn, það er það eina sem ég fer fram á að dómarar geri, að þeir séu samkvæmir sjálfum sér," sagði Freyr í viðtali við Viaplay.

„Ég vil helst ekki tala meira um dómarann. Lasse (Graagard) er frábær dómari og við þurfum að læra að dómarar geta líka átt slæman dag af og til, alveg eins og þjálfarar eða leikmenn. 

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark Lyngby í leiknum og kom Gylfi Þór Sigurðsson inn af bekknum fyrir Sævar Atla Magnússon sem var í byrjunarliðinu.

„Það var tilfinningaþrungin stund þegar hann kom inn af bekknum og þetta skipti hann augljóslega miklu máli. Ég mun aldrei gleyma þessum móttökum sem hann fékk hérna, þetta var virkilega snertandi augnablik og ég er mjög ánægður að sjá Gylfa snúa aftur á fótboltavöllinn."

Lyngby er komið með 12 stig eftir 9 umferðir á nýju tímabili í efstu deild danska boltans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner