Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Fernandinho frá í fjórar til sex vikur
Mynd: Getty Images
Fernandinho, miðjumaður Manchester City, verður frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar vegna meiðsla á fæti.

Fernandinho meiddist í 3-1 sigrinum á Porto í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Þessi reyndi leikmaður kom inn á sem varamaður á 85. mínútu en fór síðan aftur meiddur af velli í viðbótartíma.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfesti eftir leik að Fernandinho verði frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar.

Hann bætist því á meiðslalista Manchester City þar sem fyrir eru Kevin De Bruyne, Gabriel Jesus, Aymeric Laporte og Benjamin Mendy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner