Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Wan-Bissaka ætlar í enska landsliðið - Hafnar Kongó
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður Manchester United, er staðráðinn í að vinna sér sæti í enska landsliðinu í framtíðinni.

Wan-Bissaka á ættir að rekja til Kongó en hann hefur ákveðið að spila ekki fyrir landslið þeirra.

Hinn 22 ára gamli Wan-Bissaka spilaði á sínum tíma einn leik með U20 ára landsliði Kongó en hann lék einnig með U21 landsliði Englands.

Wan-Bissaka bíður ennþá eftir fyrsta landsleik sínum með Englandi en samkeppnin um stöðu hægri bakvarðar er mjög mikil.

Í augnablikinu eru Kieran Trippier, Kyle Walker, Trent Alexander-Arnold og Reece James allir á undan Wan-Bissaka en hann ætlar að bíða þolinmóður og komast ofar í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner